top of page

Dymbilvikan í Napolí & Róm

11. - 16. apríl 2025

Innifalið 1 x 23 kg taska og 10 kg. handfarangur

Brottför 

5470 - Flight.jpg

Keflavík (KEF)

07:50

5444 - Aeroplane.jpg

11.4.2025

Róm (FCO)

14:25

Brottför 

5470 - Flight.jpg

16.4.2025

Róm (FCO)

15:25

5444 - Aeroplane.jpg

Keflavík (KEF)

18:15

Innifalið 1 x 23 kg. taska og 10 kg. handfarangur

Screenshot 2024-10-12 at 15.34.41.png

Dagur 1.

Ferðadagur

Brottför í beinu flugi með Icelandair kl. 08:00 með áætlaða lendingu í Róm kl. 13:30.

Við förum saman til rútunnar sem mun flytja okkur á hótelið okkar rétt utan við Napolí. Ferðin þangað mun taka um 2 klst. 

Eftir komu á hótelið, munu gestir fá afhent sín herbergi og í framhaldi getað slakað á í fallegu umhverfi.

Dagur 2.

Pasta & Pompeii

Eftir morgunverð munum við halda til Gragnano, lítils fjallaþorps uppi í hlíðunum Napolí flóa, sem kallaður er höfuðstaður hins þurrkaða pasta, en þar var sú aðferð fundin upp í byrjun 14. aldar. 

Við munum við skoða okkur aðeins um í bænum áður en að við heimsækjum einn af helstu pastaframleiðendum bæjarins, til að kynna okkur framleiðsluna og fylgjast svo með því hvernig kokkarnir þeirra elda pasta á fullkominn máta og njóta síðan afrakstrarins saman. Hádegismatur og drykkir eru innifaldir. 

 

Í framhaldi eða um klukkan 14:00, höldum við til hinnar mögnuðu Pompeii, til að skoða furðulega vel varðveittar mynjar Rómaveldis, í borg sem fórst í gjóskugosi árið 79 A.D. Leiðsögumaður á vegum safnsins mun fylgja okkur um svæðið, með íslenskum túlki. 

Pasta via roma.jpg
pompeii-italy-temple-of-jupiter-or-capitolium-or-2023-11-27-05-18-28-utc.jpg
Napoli við flóann.jpg
IMG_1289.jpeg

Dagur 3.

Napoli

Eftir morgunverð, tökum við farangurinn með okkur inn í rútu og höldum til hinnar mögnuðu Napolí borgar, þar sem við verðum komin um kl. 11:00.

Við förum úr rútunni í nágrenni við Piazza Plebiscito, sem er mjög miðsvæðis. Þeir sem vilja geta komið með í stuttan göngutúr ,með farastjórum, til að átta sig aðeins á borginni og fara yfir helstu kennileyti í nágrenni Piazza Plebiscito.

Við munum hafa frjálsan tíma í Napólí til 16:00.

Hópurinn mun hittast á fyrirfram ákveðnum stað og ganga saman að rútunni. Þaðan munum við halda til Rómar á hótelið okkar, sem er í u.þ.b. þriggja klukkustunda akstri frá Napólí.

Lyklar að herbergjunum munu bíða okkar við komuna á hótelið í Róm og ráðstöfun kvöldsins er frjáls.

Dagur 4.

Skoðunarferð um Róm

Eftir morgunverð, verður boðið upp á skoðunarferð um Róm með fararstjórum, þar sem skoðu verða mörg af helstu kennileitum borgarinnar eilífu og fræðst aðeins um magnaða sögu hennar. Göngutúrinn mun taka rétt rúma 2 klukkutíma, og í framhaldi verður frjáls tími það sem eftir er dagsins.

colosseum-at-sunrise-in-rome-2024-10-11-05-36-10-utc.jpg
spanish steps II.jpg
Pantheon II.jpg
aerial-view-of-st-peter-s-basilica-2024-04-30-15-53-00-utc.jpg
rome-italy-man-training-on-kayak-near-aelian-bri-2023-11-27-05-27-22-utc (1).jpg

Dagur 5.

Péturskirkjan í Róm

Eftir morgunverð höldum við saman til Péturskirkjunnar í Róm. Þau sem vilja fremur heimsækja Vatíkansafnið munu getað nýtt tímann í það, en ráðlagt er að bóka skoðunarferð í safnið með góðum fyrirvara.

Péturskirkjan geymir ógrynni safngripa og menningarverðamæta, en einnig getur fólk farið upp í hvelfingu Péturskirkjunnar og notið útsýnissins þaðan yfir Róm, eða farið í hvelfingarnar fyrir neðan.

Hópurinn mun svo sameinast á veitingastað í nágrenni Vatíkansins, um klukkan 14:00, og borða saman síðbúinn hádegisverð.

Hádegisverður og meðfylgjandi veigar eru innfaldar.

Eftir hádegisverðinn er frjáls tími.

Dagur 6.

Heimferð

Ferðadagur. Eftir morgunverð höldum við af stað áleiðis til Fiumicino, en stoppað verður í tæpa 2 tíma á leiðinni, í verslunarmiðstöðinni Porto Leonardo, sem er rétt við flugvöllinn.

Brottför heim er áætluð kl. 15:55.

Departure.jpg

Takmarkaður sætafjöldi

Skráðu þig í ferð til Napolí & Rómar

Vinsamlega tilgreinið fjölda einstaklinga sem verið er að skrá.

bottom of page